Opin söngstund á Degi leikskólans

Þann 6. febrúar ár hvert er Dagur leikskólans og þann dag halda leikskólar um land allt hátíðlegan með fjölbreyttum hætti. Í Garðaseli var opin söngstund í dag þar sem foreldrum og fjölskyldum barnanna var boðið að koma og taka þátt. Fjölmenni mæt...

Myndir frá Lóni komnar inn

Nýjar myndir eru komnar inn á síðuna hjá Lóni http://gardasel.is/nemendur/lon/myndasida/

Hreyfistund á Holti í Grundaskóla Írisar og Guggu/Addúarhópur

Í morgun fóru Írisar og Guggu/Addúarhópur í hreyfistund í Grundaskóla. Hildur Karen setti upp fyrir okkur krefjandi og skemmtilega braut. Allir höfðu gaman af bæði börn og starfsfólk. Komnar eru inn nýjar myndir á myndasíðu Holts og inná Facebook ...

Fréttabréf, matseðill og dagatal í febrúar

Þá er janúar liðinn hratt og vel og febrúar genginn í garð. Þá endurnýjast matseðill, dagatal og fréttabréf og má nálgast þessi gögn hér fyrir neðan. Foreldrar hafa þegar fengið þessi gögn send í tölvupósti.    *  fréttabréf febrúar      ...

Ernu og Rúnuhópur úti í snjónum

Í dag snjóaði og snjóaði og leikefnið úti var því spennandi. Ernu- og Rúnuhópur á Lóni fóru út eftir hádegi og voru alsæl í leiknum. Þau drógu hvert annað á snjóþotu og renndu sér líka, voru með bíla og svo má líka róla þó snjórinn sé. Myndir

Þorrablótið 2016

Í dag var Þorrablótið í Garðaseli og hlaðborð á Skála. Slátur og meðlæti var aðalrétturinn en síðan voru bakkar af þorramat, nýjum og súrum. Hákarl og harðfiskur var vinsæll og kjarkæfingin hjá mörgum fólst í því að smakka hákarlinn. Myndir frá þo...

Tilfinningarnar mínar - börnin á Vík

Tilfinningar eru flókið fyrirbæri og hvað þá þegar maður er lítill. Að æfa sig að segja hvernig manni líður er verkefni sem allir hafa gott af að takast á við. Hópurinn á Vík hefur verið að vinna með tilfinningar og segja t.d. hvenær þau eru glöð....

Víkarar syngjandi kátir í skógræktinni

Í gær fóru Gullu og Hafrúnarhópur í skógræktina í yndislegu veðri. Síðdegishressingin var tekin með, heitt kakó á brúsa og smurt brauð. Síðan var leikið saman í góða stund, allir glaðir og góðir vinir. Síðan var sest í hring, nestið snætt og hvað ...

Bóndadagurinn á Lóni

Í dag er Bóndadagurinn og pöbbum, öfum og bræðrum var boðið í morgunkaffi. Mikil fjöldi heimsótti okkur og börnin elska að sýna gestum sínum dótið og helst að fá þá með sér í leik. Stelpurnar höfðu gert hálsmen úr Cheriosi og perlum sem þær settu ...

Gömul leikföng á Þorranum

Nú á Þorra er verið að vinna með gamla tímann á fjölbreyttan hátt. Byggðasafnið geymir söguna vel í myndum og ekki síður gömlum hlutum og húsum sem gaman er að skoða. Hvernig voru húsin í gamla daga ? hvernig var maturinn ? hvernig voru leikföngin...