Í dag 1. september á leikskólinn Garðasel 34. ára afmæli. Við héldum upp á afmælið með búninga- og náttfatadegi og fórum í heimsókn milli deilda. Við fengum líka pizzu í hádeginu. Skemmtilegur dagur sem heppnaðist vel.
Þá er komið að því að halda þriðja foreldrafærni námskeið hér í Garðaseli. Nýtt námskeið hefst 11. september og verður kennt á fimmtudögum frá klukkan 15:00-17:00. Námskeiðið er kennt í 12 vikur og byggir það á gagnreyndum aðferðum í vinnu með börn…
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á verklagsreglum leikskóla á Akranesi og taka þær gildi 1. ágúst 2025. Foreldrar eru beðnir um að kynna sér vel hvað felst í breytingunum. Sjá netslóðir hér fyrir neðan. Breytingarnar snúa m.a. að verðskrá og opnu…
Vikuna 10. til 13. júní var íþróttavika í Garðasel. Alla vikuna hefur verið mikið fjör, fjölbreytt verkefni, leikir og ferðir utan skólans. Mikil samvinna og samtarf var á milli deilda í íþróttavikunni. Á fimmtudaginn bauð foreldrafélagið upp á hoppukastala í garðinum sem vöktu mikla lukku. Veður var hagstætt alla vikuna en þó best á föstudegi svo útivistin hefur verið nýtt til fulls.