Brúum bilið er heiti á samstarfi elsta árgangsins í leikskólanum og 1. bekkjar grunnskólans. Í lögum og aðalnámskrám bæði leik- og grunnskóla, er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli koma á samstarfi milli skólastiganna. Grunnur að slíku samstarfi var lagður með samstarfi Grundaskóla og Garðasels árið 1994, en formlegt samstarf á milli leikskóla og grunnskóla á Akranesi hófst þegar rekstur grunnskóla fluttist yfir til sveitarfélaganna og skólaskrifstofa Akraness tók til starfs 1996.
Hér má lesa nánarum samstarf grunn- og leikskóla - Bæklingur um Brúum bilið
Markmið verkefnisins erVorskóli - Í apríl fara börnin í fjóra daga í sinn grunnskóla og dvelja þar í um tvo tíma. Vorskóla lýkur svo með sameiginlegum skemmtidegi sem við köllum Húllumhæ. Dagsetningar Vorskólans liggja ekki fyrir en tímasetning hans er í byrjun apríl ár hvert.
Leikfimi- Elstu börnin fara í leikfimi á miðvikudögum kl: 13:20-14:00 í íþróttahúsið að Jaðarsbökkum Íþróttadagur í höllinni - Árgangur 2010 og nemendur í 1. bekkjum leika saman í Akraneshöll. Íþróttadagurinn er skipulagður á vorönn, oftast í mars eða apríl ár hvert.Þema Brúum bilið samstarfsins á Akranesi er vinátta