Starfsáætlun

Leikskólum er skylt að gera starfsáætlun sem byggir á skólanámskrá þeirra og í þessari áætlun er fjallað um árlega starfsemi, skóladagatal birt og aðrar hagnýtar upplýsingar settar fram. Foreldraráð veitir áætluninni umsögn áður en skóla- og frístundaráð taka hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um leikskóla.

Megintilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun markvissa með markmiðum og umbótamiðuðu innra mati. 

Áætlunin á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á síðasta skólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta.

Starfsáætlunin tekur gildi 1. september ár hvert.