Barna- og ferðasjóður foreldrafélags

Það hefur verið löng hefð fyrir Barna- og ferðasjóði í Garðaseli sem foreldrafélagið heldur utan um að öllu leyti.

Foreldrar hafa greitt einu sinni á ári árgjald í sjóðinn sem er innheimt í gegnum Einkabanka foreldra.

Árgjaldið 2020 -2021 er 3500 kr pr barn.

Verkefni Barna og ferðasjóðs eru

  • leiksýningar
  • sumarhátíð ( grill  )
  • þátttaka í sveitaferð að Bjarteyjarsandi
  • þátttaka í útskriftarferð elstu barna í Skorradal
  • önnur verkefni