Fatnaður barna í leikskóla

Mikilvægt er að hafa í huga að þegar barn kemur í leikskóla að það geti og þurfi að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum - úti og inni.

Fatnaður þess þarf að taka tillit til þess og einnig að þau geti lært að bjarga sér sjálf með að klæða sig úr og í og þá er gott að huga að því að fatnaður þeirra veiti þeim það tækifæri.

Nauðsynlegur útbúnaður fyrir leikskólabarn

Til að barninu líði sem best í leikskólanum er mikilvægt að útbúa það eins vel og kostur er. Útifatnaður þarf að vera eftir veðri og árstíðum og gott að vera með fjölnotapoka til að taka óhrein og blaut föt heim í lok dags þar sem ekki er verið að leggja til plastpoka. 

Á mánudögum er tekið upp úr pokanum að heiman og gengið frá og pokinn tekinn heim aftur. Fylgjast þarf með útifötum daglega og taka þau heim í þvott eftir þörfum. Á föstudögum á að tæma öll hólf og þau eru þrifin í lok vikunnar.

Útiföt sem henta vel í leikskóla - allt vel merkt með nafni barnsins

  • pollagalli og pollavettlingar
  • kuldagalli / góður hlífðarfatnaður
  • vindbuxur / léttari hlífðarbuxur
  • flíspeysa/ flísbuxur / ullarpeysa
  • stígvél, kuldaskór og léttari skór. Gott er að huga að því að auðvelt sé að komast í skóna og þeir haldist vel á fæti.
  • Ullarsokkar / ullarvettlingar að vetri en léttari yfir annan árstíma
  • hlýjar húfur
  • buff eða hálskragi 
  • aukaföt í kassa ( nærföt, sokkar, buxur, bolur, vettlingar.........)

Mikilvægt er að allt sem barnið er með í leikskólanum sé merkt með nafni þess - það tryggir að óskilamunir skili sér frekar til réttra eigenda. Ekkert er að því að nýta föt af eldri systkinum / öðrum en mikilvægt er þá að endurmerkja þau föt.