Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi

Samkvæmt lögum um leikskóla er skólum skylt að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði í skólastarfi með virkri þátttöku starfsmanna, foreldrra og barna eftir því sem við á. Leikskóla ber einnig að birta opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengingar við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.  

Mat í skólastarfi á að vera innra mat ( leikskólinn ), ytra mat sveitarfélaga og ytra mat menntamálaráðuneytis.

Leikskólinn gerir reglulega rafrænar kannanir til að fá fram viðhorf og ánægju foreldra með ýmislegt tengt skólastarfinu. Niðurstöður foreldra kannana eru birtar á heimasíðu skólans og sendar foreldrum í tölvupósti.

Mat á námi og velferð barna 

Mat á námi, þroska og færni barna felur í sér að upplýsingum um börnin er safnað í þeim tilgangi að styðja við nám þeirra og skipuleggja aðstæður sem hentar þeim best.

Upplýsingum er safnað í fjölbreyttum aðstæðum og verkefnum þannig að sem bestar upplýsingar fáist um styrkleika barns, hæfni þess og færni hverju sinni. Matið þarf að vera einstaklingsmiðað til að þekkja stöðu hvers barns sem best.

Foreldrasamtöl tvisvar á ári ( oftar ef þörf er á ) veita mikilvægar upplýsingar um börnin, heima og í skólanum.  

Við upphaf skólagöngu í Garðaseli fá börnin Heilsubók barnsins en í hana eru skráðar upplýsingar um heilsufar, hæð og þyngd. hreyfigetu, félagslega færni, næringu og svefn ásamt færni í listsköpun og þekkingarfærni. 

Á haustönn er gerð líðan og tengslakönnun meðal elstu barnanna sem kennarar deildar hafa til hliðsjónar í skipulagi starfsins.

Í Garðaseli er stuðst við eftirfarandi matslista : 

  • Hljóm 2
  • Smábarnalistinn
    • er frumsamin og staðlaður þroskalisti til að meta mál- og hreyfiþroska ungbarna á aldrinum 15 -18 mána
  • Íslenska þroskalistann
    • er ætlaður fyrir 3 - 6 ára börn. Mæður barnanna svara listanum og meta getu þeirra á mál- og hreyfisvið. Þrír grunnþættir / sex undirpróf eru skoðupog myndar samtala þeirra samanlagða þroskatölu sem gefa til kynna almennan þroska barnsins að mati móður.
  • Orðaskil
    • byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum 1 1/2 árs til 3 ára. Prófið mælir orðaforða barnanna svo og hvort þau hafa náð valdi á breygingarkerfi og setningagerð málsins. Aldursviðmið eru tengd prófinu þannig að skoða megi hvort færni barns sé innan eðlilegra marka miðað við jafnaldra.

  • AEPS - listinn
    • er hagnýtt tæki sem við nýtist við gerð einstaklingsnámskrár. Áhersla er lögð á samvinnu foreldra og fagfólks við gerð markmiða. AEPS-matskerfið metur færni barna á sex þroskasviðum ; fín- og grófhreyfingum, vitrænum þáttu, aðlögun, félagslegum tjáskiptum og félagslegu samspili. Niðurstöður eru nýttar til að vinna einstaklingsnámskrá og skipuleggja íhlutun í framhaldinu.