Í dag komu til okkar tveir leikara úr leikhópnum Lottu og var sýningin í boði Akraneskaupstaðar vegna Vökudaga. Boðið var upp á tvær sýningar svo hægt var að skipta deildunum niður á sýningarnarnar. Börnin skemmtu sér mjög vel og allir ánægðir.
Garðasel tekur þátt í Vökudögum og erum við með sýningu á verkum barnanna í gluggum leikskólans. Við hvetjum börn og fjölskyldur þeirra til að gera sér ferð um helgina og skoða allar fallegu myndirnar sem eru í gluggunum.
Í dag var sett upp Bambagróðurhús sem leikskólinn fékk að gjöf frá Krónunni. Undanfarin ár hefur Krónan verið með samfélagsverkefni sem hefur falist í að gefa Bambagróðurhús til skóla. Foreldrafélag Garðasels sótti um styrkinn og í ár vorum við svo h…
Dagarnir 18. og 21. september eru fyrstu skráningardagar leikskólanna á Akranesi skólaárið 2024 til 2025. Alls er boðið upp á fjórtán skráningardaga og geta foreldrar ýmist valið að vera með börnin alla daga í leikskólanum, valið staka daga í frí eða…