Heilsueflandi leikskóli

Heilsueflandi leikskóli á vegum Landlæknisembættis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskóla. Meginmarkmið verkefnisins fellur mjög vel að markmiðum Heilsustefnunnar og flestir heilsuleikskólar sem komnir inn í verkefnið.

Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af sex grunnþáttum menntunar sem leikskólar eiga að hafa að leiðarljósi og innleiða í öllu sínu starfi.

Heilsueflandi leikskóli leggur áherslu á vinnu með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu og unnið er eftir ákveðnum mælikvörðum og gátlistum til að meta hvar verkefnið stendur hverju sinni.

  • hreyfing
  • mataræði
  • geðrækt
  • öryggi
  • tannheilsa
  • fjölskylda
  • nærsamfélag
  • starfsfólk 

 

Garðasel varð aðili að þessu verkefni árið 2016.

Tengiliður leikskólans er Anna Guðbjörg Lárusdóttir og skólastjóri, Ingunn Ríkharðsdóttir