Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar er uppeldis- og uppbyggingarstefna sem miðar að því að efla innri hvata barnanna til að verða góðir og gefandi einstaklingar sem lifa í sátt við annað fólk og umhverfi sitt.

Unnið er með eftirtalda þætti :

  • grunnþarfir ( öryggi, umhyggja, gleði, frelsi og áhrif )
  • óskaveröldin ( gildi, hvernig einstaklingur vil ég vera, reglur almennt,  deildarsáttmáli )
  • mitt hlutverk og þitt hlutverk ( hlutverk foreldra, hlutverk kennara, hlutverk barna
  • að leiðrétta hegðu

 

Viðurkennt er að allir geta gert mistök og fá tækifæri ti lað leiðrétta þau eftir bestu getu. Þegar börnum eða hinum fullorðna verður á í messunni, eins og kemur fyrir á bestu bæjum, er mikilvægt að hinir fullorðnu bregðist rétt við. Það hefur lítinn tilgang að fara að skammast og rífast. Það sem ber helst að forðast eru vonlausu viðbrögðin fimm: afsakanir, ásakanir, skammir ,tuð  og uppgjöf. Það sem skiptir máli er hvað barnið ætlar að gera næst og hvernig er hægt að leysa málið. Með öðrum orðum - við horfum fram á við og einbeitum okkur að lausninni, enni að vandamálinu. Í lausninni er fólginn sá lærdómur sem við drögum.

Notaðar eru opnar spurningar til að leiða börnin áfram að uppbyggilegum verkefnum og lausnum á vandamálum. Þegar börnin spyrja hvort þau megi þetta eða hitt er mjög gott að nota já- en regluna:

  • Í stað þess að segja nei er æskilegt að segja Já en ..........eða já ef.................
  • Betra er að svara játandi og bæta skilyrði við. Það er jákvæðara þót merkingin sé oft sú sama.
  • Dæmi: Má ég fá nammi ? Já, á laugardaginn þega nammidagurinn er.
  • Dæmi: Má ég fara út ? Já, þegar þú ert búinn að læra / taka til dótið þitt.

 

Skýr mörk Uppbyggingarstefnan gengur út á að einstaklingurinn læri að fá þörfum sínum fullnægt án þess að ganga yfir þarfir annarra - það er ekki í boði. Til að stuðla að öryggi og vellíðan allra í leikskólanum þurfa að vera  skýr mörk um hvað má og hvað má alls ekki gera - yfir þau mörk má ekki fara og ef það er gert hefur það afleiðingar í för með sér ( rætt um málsatvik, tekin út úr hóp tímabundið, missir af einhverju.....). Þessi mörk eru:

  • ekkert ofbeldi ( slagsmál, meiða aðra )
  • ekki skemma eða taka það sem maður á ekki
  • ekki trufla skólastarfið eða aðra sem eru að vinna
  • ekki mismuna öðrum  vegna t.d. uppruna, litarháttar, fötlunar

 

Glærukynning fyrir Garðasel

Heimasíða Uppbyggingarstefnunnar