Viðbragðsáætlun vegna manneklu

Leikskólinn hefur unnið viðbragðsáætlun / fáliðunaráætlun sem  þarf að vinna eftir þegar fjarvistir starfsmanna og mannekla fara yfir þau mörk að hægt sé að halda úti fullri starfsemi og tryggja öryggi og velferð allra.

Leikskólinn byrjar á að 

  • einfalda starfið eins og kostur er
  • færa börn til á milli hópa
  • fara yfir viðveruskráningar barna þann dag sem mannekla er
  • færa starfsfólk á milli deilda ef hægt er 
  • losa sérstuðning þegar það er hægt 
  • endurmeta styttingu vinnuvikunnar þessa daga

    

    Viðbragðsáætlun vegna manneklu 2021 -2022