Sumarlokun og sumarfrí barna

Í verklagsreglum leikskóla segir ; 

 " Barn í leikskóla skal taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Ef foreldrar taka samfelldar 5 vikur í sumarfrí fyrir börn sínu er 5. vikan gjaldfrjáls." 

Leikskólar Akraneskaupstaðar loka í 4 vikur vegna sumarleyfa og skal gera könnun meðal foreldra til að leita eftir tímabili lokunarinnar og ræður einfaldur meirihluti í könnun.  Valkostir í könnun þurfa að taka mið af starfseminni og er m.a. horft til þess að aðlögun yngstu barna geti hafist ekki síðar en um miðjan ágúst ef þess er kostur.

Sumarlokun Garðasels 2023 verður 10. júlí til og með 8. ágúst.

Opnað er aftur að loknu sumarleyfi  þriðjudaginn 9. ágúst.