Skipulagsdagur 2. janúar - leikskólinn lokaður

Mánudaginn 2. janúar er skipulagsdagur og leikskólinn lokaður.

Myndaalbúm virka ekki rétt

Einhver villa er í síðustu myndaalbúmunum sem sett hafa verið inn og opnast þau ekki rétt en vel hægt að skoða myndirnar þangað til fundið verður út úr þessari villu. Myndir frá rauðum degi koma því síðar.

Helgileikur Víkara

Í morgun sýndu Víkarar helgileik sem þau höfðu æft og undirbúið með aðstoð kennaranna sinna. Skipað var í hlutverk og búningar og leikmunir útbúnir svo fallega. Þrjú börn lásu jólasöguna og síðan sungu allir Bjart er yfir Betlehem, Jólin eru að ko...

Jólatónleikar 2011 og 2012 árgangs í Tónbergi

Í gær voru jólatónleikar 2011 og 2012 barnanna í Tónbergi fyrir fullum sal gesta og rúmlega það. Á dagskránni voru fjölbreytt jólalög og undirleik sáu  hljóðfæraleikarar og söngvarar úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla fyrir utan svo Tinnu Pálmadót...

Jólasöngstund kl: 15.00

Á morgun, þriðjudaginn 13. desember, er jólasöngstund með 2013 ( Holt ) og 2014 börnunum ( lón). Þá syngjum við saman nokkur jólalög, dönsum og á eftir er heitt súkkulaði og smákökur. Sú breyting er á tímasetningu að söngstundin er færð til kl: 15...

Matseðill, dagatal og fréttabréf desember

Þá er jólamánuðirinn genginn í garð og þá endurnýjast ýmis gögn. Hér fyrir neðan má nálgast þau og þá hafa foreldrar fengið þau send heim í tölvupósti. Deildir hafa einnig sitt viðburðardagatal fyrir desember og eru þau send foreldrum í tölvupósti...

Samvinnuverkefni í sandkassanum

Undanfarna daga hefur rignt mikið og þá verður sandurinn einstakur efniviður og býður upp á endalaus verkefni fyrir börnin. Elstu börnin voru dugleg í sandkassanum í gær og sóttu sér ýmsan annan efnivið til viðbótar. Sjá myndir.