Matseðill, fréttabréf og dagatal nóvembermánaðar

Nú er nóvember genginn í garð og þá endurnýjast ýmis gögn sem má nálgast hér fyrir neðan. matseðill fréttabréf dagatal

Fundargerð foreldraráðs 25. október

Foreldraráð Garðasels fundaði þriðjudaginn 25. október þar sem farið var yfir ýmis málefni tengd starfsemi leikskólans. Fundargerðina má lesa hér.

Nemi á Vík

Hallbera Rún Þórðardóttir, nemi í leikskólakennarafræðum, er næstu tvær vikurnar í vettvangsnámi á Víkinni. Hafrún er leiðsagnarkennari Hallberu, sem mun taka þátt í starfi deildarinnar og vinna verkefni með börnunum

Ljósmyndasýningin Það sem auga mitt sér

Eldri árgangurinn á Vík (2011), tekur þátt í Vökudögum með ljósmyndasýningunni Það sem auga mitt sér. Sýningin verður sett upp á Höfða og blasir við þegar gengið er inn. Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 28. október kl: 10.30.

Niðurstöður könnunar vegna aðlögunar á Lóni

Í september var gerð stutt viðhorfskönnun meðal foreldra yngstu barnanna til að kanna ánægju þeirra með aðlögun barna sinna í ágúst. Alls svöruðu 17 foreldrar af 18 sem gerir um 95% svarhlutfall. Hér má nálgast niðurstöðurnar.     ...

Sunddagur frestast til 29. október

Sunddagur sem áætlaður var laugardaginn 15. október frestast til laugardagsins 29. október kl: 13.00-14.30.

Vinátta barna - hlutverk foreldra og hinna fullorðnu

Foreldrar og hinir fullorðnu í umhverfi barna hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að kenna börnum sínum góð samskipti og verða góðir félagar. Þannig tryggjum við að börnin muni sjálf eignast vini sem er eitt af því mikilvægast...