Myndir frá Rauðum degi

Myndir frá Rauðum degi eru komnar inn á myndasafnsíðu Garðasel 

Jólakveðja

Gleðileg jól til ykkar allra !

Rauður dagur og Litlu jólin

Á morgun, þriðjudaginn 18. desember, er Rauður dagur í leikskólanum og allir mæta í einhverju rauðu eða með eitthvað rautt. Við höldum Litlu - jólin kl: 9.30 og fáum til okkar góða heimsókn frá jólasveinum.

Flöskusöfnunin gekk vel

Flöskusöfnunin gekk mjög vel og söfnuðust um 25.000 kr sem lagðar verða inn á reikning SOS barnaþorpa til stuðnings þeirra góðu starfa. Foreldrar fá bestu þakkir fyrir að aðstoða börnin sín í þessu verkefni. 

Starfsáætlun foreldrafélags 2018-2019

Við upphaf skólaárs hittist foreldrafélagið og setur sér starfsáætlun fyrir skólaárið. Í foreldraráði 2018 -2019 sitja Steinar Helgason, Gyða Bergþórsdóttir, Hulda Guðbjörnsdóttir, Hafdís Rán Sævarsdóttir og Karl Jóhann Haagesen. Hér fyrir neðan m...

Myndir úr skógræktinni hjá 2013- hópnum

Samkvæmt upplýsingum frá persónuverndarfulltrúa mega myndir úr skólastarfinu birtast hér á þessari síðu og ætlum við að setja inn af og til myndir af börnunum í fjölbreyttum verkefnum í leikskólunum. Myndirnar fara þá í myndamöppur deilda eða skól...

Dagatal, fréttabréf og matseðill í desember

Nú er nóvember að ganga sitt skeið og  jólamánuðurinn að ganga í garð. Eins og ávallt endurnýjast ýmis upplýsingagögn og hér fyrir neðan má nálgast gögn desember. dagatal desember fréttabréf desember  matseðill desember 

Flöskusöfnun - allir geta hjálpað einhverjum

Í næstu viku, 3. -7. desember, verður hin árlega flöskusöfnun í Garðaseli en þá mega börnin koma með poka af einnota flöskum að heiman og við söfnum þeim saman og fö...

Söngskemmtun á Skála

Í morgun hittust allar deildir og fengu að njóta söngs og skemmtunar sem börnin höfðu æft fyrir Dag íslenskrar tungu. Það var mjög gaman að fá að heyra hversu frábær þessi börn eru og kunna svo vel og eru örugg að koma fram fyrir aðra. 

Niðurstöður foreldrakönnunar vegna aðlögunar í ágúst

Ár hvert innritast í Garðasel hópur nýrra barna og markmiðið er að taka eins vel á móti öllum eins og kostur er. Í áætlun skólans um innra mat er gert ráð fyrir að kanna ánægju og viðhorf foreldra til aðlögunarinnar og hversu vel hafi til tekist. ...