15.06.2017
Í dag bauð foreldrafélagið börnum og fjölskyldum þeirra í grill í hádeginu. Mikill fjöldi gesta, foreldrar, systkini, ömmur, afar og frændfólki kom til okkar í garðinn og nutu samveru í yndislegu veðri. Foreldrafélagið fær bestu þakkir fyrir þetta...
14.06.2017
Grillhátíð foreldrafélagsins verður á morgun, fimmtudaginn 15. júní, kl: 11.30-13.00. Fjölskyldur barnanna velkomnar. Í garðinum verða viðfangsefni dagsins í Íþróttavikunni okkar. Hlökkum til að sjá sem flesta
13.06.2017
Í júní, júlí og fram í ágúst verður Sólveig Ásta Gautadóttir í sumaafleysingum í Garðaseli. Hún vann sem stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla í vetur ásamt því að starfa í frístundinni þar. Sólveig Ásta mun fara á milli deilda eftir þörfum.
08.06.2017
Íþróttavikan okkar er í næstu viku dagana 12. -16. júní og hefur dagskrá hennar verið send foreldrum í tölvupósti en einnig er hægt að nálgast hana hér fyrir neðan.Grill foreldrafélagsins er ráðgert fimmtudaginn 15. júní ef veður leyfir.
...
02.06.2017
Þá er sumarmánuðirinn júní genginn í garð og vonandi fáum við gott veður með sól og góðum hita. Á mánaðamótum endurnýjum við ýmis gögn og hér fyrir neðan má nálgast þau.
dagatal júní
fréttabréf júní
matseðill júní
03.05.2017
Námsáætlanir eru komnar inn fyrir maí á Holti
28.04.2017
Hér fyrir neðan má nálgast gögn fyrir maímánuð en foreldrar hafa einnig fengið þau send í tölvupósti.
dagatal maí
fréttabréf maí
matseðill maí
27.04.2017
Í dag var Árgangamót leikskólanna og tókst það mjög vel í alla staði. Í Garðaseli voru 107 börn sem stóðu sig mjög vel, vinátta og gleði skein af öllum sem gerði daginn einstakan. Myndir koma inn á morgun
26.04.2017
Dagana 2. - 5. maí eru Umferðardagar í Garðaseli og þá verður áherslan á hjól, hjálma og öryggi í umferðinni. Allir árgangar nema 2011 eiga sinn hjóladag í þessari viku en elstu börin fara í hjólaferð síðar.
24.04.2017
Vorskólinn í Brekkubæjarskóla er dagana 24. - 25. -26. og 28. apríl frá kl: 9.00-11.30 nema á föstudeginum þá er hann kl: 11.00. Í vorskólann fara tveir drengir og fylgir Helena þeim.