Smit komið upp og deild í sóttkví

Smit var tilkynnt á Víkinni í morgun og er deildin komin í sóttkví frá og með þriðjudeginum 11. janúar en það er útsetningardagur smitsins.

Rakningarteymi tekur væntanlega við á morgun og þá fær skólinn lista til að fylla inn á hverjir voru útsettir þennan dag.  Skilaboð verða send á annað hvort foreldrið þar sem sóttkví er formlega tilkynnt og boð um skimun fyrir barnið  ásamt strikamerkingu fylgir með. Börnin fara ekki í skimun fyrr en á 5.degi sóttkvíar, sunnudaginn 16.janúar ef ekkert annað smit greinist sem rekja má inn á gærdaginn, miðvikudag.