Guðbjörg Gísladóttir lætur af störfum

Á föstudaginn vann Guðbjörg Gísladóttir síðasta starfsdag sinn í Garðaseli en hún ákvað að óska eftir starfslokum og fara á eftirlaun.

Gugga hefur unnið í áratugi í Garðaseli og höfum við notið ljúfra samverustunda með henni og ótalmörg börn fengið að njóta umhyggju hennar og leiðsagnar í gegnum þessi ár. Hún hefur óhrædd tekið við fjölmörgum krefjandi verkefnum og skilað þeim með miklum sóma.

Við þökkum Guggu af miklu þakklæti og óskum henni góðra daga í framtíðinni.