Þá er komið að því að halda næsta foreldrafærni námskeið. Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 15. janúar og verður kennt frá klukkan 15-17. Námskeiðið er kennt í 12 vikur og byggir það á gagnreyndum aðferðum í vinnu með börnum og foreldrum. Tengjumst í leik er námskeið þar sem foreldrar efla sjálfstraust sitt í foreldrahlutverkinu og skapa trygg og góð tengsl við börnin sín. Þannig geta foreldrar betur stutt við náms- og félagsfærni, ásamt því að stuðla að aukinni tilfinningastjórn barna sinna.
"Mér finnst námskeiðið hafa hjálað mér að takast á við foreldrahlutverkið og ég er öruggari með mig núna" Ummæli foreldris sem sat námskeiðið á Akranesi.
Þið skráið ykkur fyrir 8. janúar 2026 hér að neðan:
Námskeiðið er ykkur að kostnaðarlausu og vistun í boði á meðan námskeiðinu stendur. Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta einstaka tækifæri.
Við hvetjum ykkur til að nýta þetta einstaka tækifæri.