Frá framkvæmdarstjóra Almannavarna

Ítarlegt bréf barst skólastjórnendum um þær aðstæður sem skólar standa frammi fyrir þessa dagana. Þar er farið yfir verkferla og ekki síst heimildir skólastjórnenda til að taka íþyngjandi ákvarðanir meðan náð er utan um smit sem upp koma. 

" Jafnframt viljum við benda á að þegar smit kemur upp í leikskóla þá er venjan að öll deildin, sem smitið kemur upp á, fari í sóttkví. Meginlínar er að leikskólabörn eru ekki sett í smitgát. Smitgát er notuð fyrir hópa í grunnskóla sem er ekki eins útsettur, þ.e. situr ekki við hlið þess smitaða eða umgengst viðkomandi minna.

Í leikskóla er erfiðara að meta þetta, þess vegna er öll deildin sett í sóttkví og er því ekki þörf á smitgát. Minnun enn og aftur á leiðbeiningar en þar er aðferðafræðin skýrð enn frekar.

Við viljum einnig minna á að sóttkví er 14 dagar en til að stytta hana er hægt að fara í sýnatöku á 5. degi, sér þess ekki kostur þarf að ljúka 14 dögum. Einangrun er að lágmarki 7-10 dagar og er fólk að öllu jöfnu útskrifað af hálfu COVID göngudeildar Landspítalans. Eftir útskrift má starfsfólk mæta til vinnu og börn í skóla.