Bréf frá sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs

Umfang smita í samfélaginu vegna COVID eru mikil þessa dagana og hefur Garðasel ekki farið varhluta af því. 

Í viðbragðsáætlunum er ávallt gert ráð fyrir að verja skólana og starfsemi þeirra eins og unnt er hverju sinni til að koma í veg fyrir lokun eða verulega skerta starfsemi til lengri tíma.

Í morgun barst bréf frá Valgerði Janusdóttur, sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar, þar sem farið er yfir mikilvægi samstöðu og ábyrgðar allra þeirra sem að skólunum koma.