23.10.2025
Skólahald fellur niður eftir klukkan 12 á föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls. Mikil þátttaka er í kvennaferkfallinu og ekki hægt að halda úti skólastarfi eftir klukkan 12. Við gerum ráð fyrir að börnin verði sótt ekki seinna en klukkan 12 og þá ættu öll börnin að vera búin að fá hádegismat.
Við gerum ráð fyrir að foreldrar fái endurgreitt fyrir þá vistun sem fellur niður eins og vanin er þegar leikskólar þurfa að grípa til skerðingar á vistun vegna manneklu.
23.10.2025
Menningarhátíðin Vökudagar verður haldin dagana 23. október til 2. nóvember 2025.
Að hátíðinni stendur hópur listafólks, tónlistarfólks og menningarunnenda á Akranesi í samstarfi með menningarstofnanir Akraneskaupstaðar. Fjölbreytt dagskrá er í boði þar sem öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og hvetjum við bæjarbúa og gesti til þátttöku.
Sérstök dagskrá er fyrir börnin og sem dæmi má nefna að leiksýninginn Fóa og Fóa feykirófa verður sýnd í sal Garðasels á sunnudaginn. Tvær sýningar eru í boði og þarf að skrá sig á viðburðinn.
Við hvetjum ykkur einnig til þess að fara með börn- og ungmenni á sem flestar myndlistasýningar og viðburði yfir hátíðina.
🤩 🎼Krakka- og krílatónlist með Úllu. 👤Aldurshópur: 2mánaða - 5 ára.
🎭 Fóa og Fóa Feikirófa með Umskiptingum. 👤Aldurshópur: Öll velkomin.
🕺Dansfjör með Tinnu. 👤Aldurshópur: 5 ára og eldri.
👕Bolagerð / CriCut tækni með Eygló, Bergi og Jóni. 👤Aldurshópur: 8. - 10. bekkur.
🎨Veggjalist með Brynjari. 👤Aldurshópur: 8. - 10. bekkur.
✂️Dúkkulísu hönnunarsmiðja með ÞYKJÓ 👤Aldurshópur: Fjölskyldusmiðja, öll velkomin.
21.10.2025
Í dag þriðjudag, 21. október fengum við í heimsókn til okkar góða gesti frá leikskólanum Sólborg Ísafirði. Þær fengu kynningu á starfsemi skólans, ásamt kynningu á foreldrafærninámskeiðinu Tengjumst í leik og skoðuðu skólann. Takk kærlega fyrir komuna.
13.06.2025
Vikuna 10. til 13. júní var íþróttavika í Garðasel. Alla vikuna hefur verið mikið fjör, fjölbreytt verkefni, leikir og ferðir utan skólans. Mikil samvinna og samtarf var á milli deilda í íþróttavikunni. Á fimmtudaginn bauð foreldrafélagið upp á hoppukastala í garðinum sem vöktu mikla lukku. Veður var hagstætt alla vikuna en þó best á föstudegi svo útivistin hefur verið nýtt til fulls.
13.06.2025
Miðvikudaginn 11. júní var útskrift elstu barnanna á Vík. Þar með voru þau formlega útskrifuð af fyrsta skólastigi. Anna deildarstjóri bauð gesti velkomna og börnin buðu foreldrum upp á nokkur söngatriði. Að því loknu var sýnt myndband úr útskriftarferðinni auk vel valinna mynda úr leikskólastarfinu. Sumar myndirnar voru frá því að þau hófu leikskólagönguna og vöktu mikla kátínu. Að þessu loknu sáu kennararnir um formlega útskrift, leikskólastjóri var með stutta tölu og börnunum voru færðir merktir sundpokar að gjöf frá foreldrafélaginu. Boðið var upp á veitingar að athöfn lokinni.
Við óskum börnunum og foreldrum þeirra farsældar á komandi árum en eftirsjá er af þessum flottu leikskólabörnum. Þau eru vel undirbúin til að takast á við fjölbreytt verkefni í grunnskólum bæjarins í haust.