Dagskrá Íþróttaviku 2017

Íþróttavikan okkar er í næstu viku dagana 12. -16. júní og hefur dagskrá hennar verið send foreldrum í tölvupósti en einnig er hægt að nálgast hana hér fyrir neðan.Grill foreldrafélagsins er ráðgert fimmtudaginn 15. júní ef veður leyfir. ...

Dagatal, fréttabréf og matseðill í júní

Þá er sumarmánuðirinn júní genginn í garð og vonandi fáum við gott veður með sól og góðum hita. Á mánaðamótum endurnýjum við ýmis gögn og hér fyrir neðan má nálgast þau. dagatal júní fréttabréf júní matseðill júní  

Námsáætlanir á Holti

Námsáætlanir eru komnar inn fyrir maí á Holti

Dagatal, fréttabréf og matseðill í maí

Hér fyrir neðan má nálgast gögn fyrir maímánuð en foreldrar hafa einnig fengið þau send í tölvupósti. dagatal maí fréttabréf maí matseðill maí

Vel heppnað Árgangamót

Í dag var Árgangamót leikskólanna og tókst það mjög vel í alla staði. Í Garðaseli voru 107 börn sem stóðu sig mjög vel, vinátta og gleði skein af öllum sem gerði daginn einstakan. Myndir koma inn á morgun

Umferðardagar

Dagana 2. - 5. maí eru Umferðardagar í Garðaseli og þá verður áherslan á hjól, hjálma og öryggi í umferðinni. Allir árgangar nema 2011 eiga sinn hjóladag í þessari viku en elstu börin fara í hjólaferð síðar.

Vorskólinn í Brekkubæjarskóla

Vorskólinn í Brekkubæjarskóla er dagana 24. - 25. -26. og 28. apríl frá kl: 9.00-11.30 nema á föstudeginum þá er hann kl: 11.00. Í vorskólann fara tveir drengir og fylgir Helena þeim.

Páskakveðja og fréttir

Nú halda allir út í langþráð páskafrí og vonum við að allir hafi það sem best og njóti daganna sinna saman og njóti góða veðursins og vorsins.  Í apríl hafa börnin verið dugleg að vinna að fjölbreyttum viðfangsefnum í listsköpun og páskaföndr...

Dagatal, fréttabréf og matseðill í apríl

Þá er aprilmánuður genginn í garð og þá endurnýjum við upplýsingagögn ýmiskonar. Hér fyrir neðan má nálgast dagatal, fréttabréf og matseðil í apríl. dagatal apríl fréttabréf apríl matseðill apríl

Sumarstarfsemi og sumarlokun

Á fundi Skóla- og frístundaráðs í gær var samþykkt tillaga leikskólastjóra og sviðstjóra að starfsemi leikskólanna sumarið 2017. Leikskólarnir loka allir í þrjár vikur 17. júlí til og með 4. ágúst. Vikurnar tvær, sem áður voru Sumarskóli, verða nú...