Páskakveðja og fréttir

Nú halda allir út í langþráð páskafrí og vonum við að allir hafi það sem best og njóti daganna sinna saman og njóti góða veðursins og vorsins.  Í apríl hafa börnin verið dugleg að vinna að fjölbreyttum viðfangsefnum í listsköpun og páskaföndrið tilheyrir þessum tíma. Skemmtilegt blómaverkefni elstu barnanna var ótrúlega skemmtilegt og flott en þau skoðuðu blómabækur, völdu sér blóm, drógu upp af myndvarpa og máluðu síðan. Að sjálfsögðu var líka skrifað hvað blómið hétu.