Vinna með slökun og hugleiðslu

Lára Dóra Valdimarsdóttir verður í æfingakennslu í Garðaseli næstu 5 vikurnar þar sem hún ætlar að innleiða og vinna með slökun og hugleiðslu með börnum byggt á námsefni frá Hugarfrelsi. Lára Dóra og  Helena Másdóttir hafa farið á námskeið og munu sameiginlega vinna þetta verkefni.
Með Hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns.