Viðbragðsáætlun vegna manneklu

Leikskólinn hefur unnið viðbragðsáætlun / fáliðunaráætlun sem gripið verður til þegar mannekla verður of mikil til að halda úti fullri starfsemi og tryggja öryggi og velferð allra.

Áætlunin gengur út á að skipta barnahópnum þannig upp að hver hópur tekur með sér einn starfsmann og fjöldi barna í hverjum hópi ræðst af aldri hans ( færri í yngri hópunum ). Þá er gert ráð fyrir að enginn þurfi að fara heim í annað sinn fyrr en allir hafa farið heim einu sinni. Þá daga / dagshluta sem börn þurfa að vera heim vegna manneklu eru gjaldfjrálsir.

Leikskólinn mun nýta öll þau úrræði sem í boði eru, s.s. að einfalda starfsemi, fara yfir viðveru og mætingar barna, nýta sérstuðning eins og kostur er og endurmeta styttingu vinnuvikunnar þegar dagar eru þungir.

Viðbragðsáætlun vegna manneklu 2021- 2022