Vetrarfrí á mánudag og þriðjudag

Vetrarfrí er í leikskólum Akraneskaupstaðar mánudaginn 16. október og þriðjudaginn 17. október.

Skólinn er opinn fyrir þá foreldra sem þurfa að nýta þessa daga og hafa skráð börn sín í mætingu. Þessa daga verð 36 börn í Garðaseli.

Ein deild í hverjum kjarna verður opin og hafa foreldrar fengið upplýsingar í tölvupósti um fyrirkomulag í hverjum kjarna. Í yngsta kjarna er opið á Lóni, í miðkjarna er opið á Hóli og í elsta kjarna er opið á Vík. Þar söfnum við börnunum saman sem eru í hverjum kjarna og þar verða kennarar og starfsmenn sem börnin þekkja.

Þetta er tilraunaverkefni skólaárið 2023 -2024 og ánægjulegt hversu jákvæðar viðtökur þetta verkefni hefur fengið hjá foreldrum. Alls verður lokað í 11 daga á skólaárinu ( vetrarfrí okt-feb, um jól og í dymbilviku) og ef börnin eru fjarverandi þessa daga falla leikskólagjöldin niður í desember.