Útveggir nýja leikskólans byrja að rísa á föstudaginn

Föstudaginn 12. nóvember verður byrjað að reisa fyrstu útveggi nýja leikskólans. 

Allir innveggir eru tilbúnir en skortur á steinull hefur tafið vinnu við útveggi en það er að leysast.

Við í Garðaseli hlökkum til að sjá bygginguna taka á sig mynd og munum fylgjast spennt með .