Útskriftarferð elstu barna

Sú hefð að fara í Skorradalinn með útskriftarhópinn verður ekki þetta árið þar sem svæðið er skilgreint sem hættusvæði vegna þurrka og mögulegra sinuelda. Því hafa kennarar deildarinnar ásamt hópnum skipulagt nýja ferð sem verður uppfull af ævintýrum og ljúfum samverustundum. Farið verður í höfuðborgina í keilu og pítsu, hvalasafnið skoðað og stoppað svo á yndislegu útivistarsvæði í Mosfellsbæ þar sem nestið verður tekið upp og farið í leiki.

Lagt verður af stað kl: 9.30 og heimkoma áætluð kl: 17.00. 

Dagskrá ferðarinnar