Útskrift elstu barnanna

Miðvikudaginn 12. júní fór fram við hátíðlega athöfn útskrift elstu barnanna í leikskólanum. Börnin sungu nokkur lög fyrir foreldrana og síðan var stórskemmtilegt útskriftarmyndband sýnt fyrir foreldra og börn. Í myndbandinu birtust bæði gamlar og nýjar myndir af börnunum og vöktu þær mikla kátínu. Einnig voru upptökur frá margvíslegu starfi barnanna í leikskólanum s.s. íþóttatímum og útskriftarferð auk viðtala við börnin. Eftir stutt ræðuhöld og útskrift þar sem börnin fengu blóm og útkriftarskjal var boðið upp á veitingar.

Það verður gaman að fá að fylgjast með þessum flottu og öflugu börnum í framtíðinni.