Útskrift elstu barna

Í gær var útskrift elstu barna við hátíðlega athöfn með foreldrum en þetta árið útskrifuðust 21 nemandi . Dagskráin var vel undirbúin af kennurum og börnum þar sem söngur og dans var í fyririrúmi og svo var skemmtilegt myndband frá skólagöngu þeirra í Garðaseli þar sem farið var yfir öll árin þeirra saman í máli og myndum.

Í lokin fengu börnin Útskriftarbókina 2021 sem inniheldur myndverk og verkefni frá skólagöngu þeirra í Garðaseli ásamt fallegri birkiplöntu sem er vísir að næstu skrefum í lífi þeirra.