Útinám í skógræktinni - að grilla brauð

Það eru svo frábærar stundirnar sem börnin eiga með kennurum sínum í skógræktinni og verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. 

Á þriðjudaginn fóru Víkarar í sína vikulegu ferð og grilluðu brauð í grillhúsinu. Brauðið smakkaðist vel og afganginn fengu svo endurnar á tjörninni.

Það eru fá takmörk þegar hugsað er um verkefni og viðfangsefni - að leita lausna og framkvæma, leggja mikið í vinnuna og uppskera gleði barnanna. 

Myndir úr bakstri í skógræktinni