Umferðardagar í Garðaseli

Magnaðri og skemmtilegri umferðarvika er lokið - frábær vinna starfsmanna sem börnin hafa fengið að njóta þar sem áherslan var á hjóla og hjálma ásamt því að ræða um öruggar leiðir í umferðinni. Fræðsla, hjólaferðir barna út fyrir skólalóðina, hjóladagar á bílastæðinu og innan lóðar þar sem meðal annars var hægt að hjóla í gegnum þvottastöð og koma við á vatns-stöð og fá sér að drekka. 

Fjölmargir starfsmenn mæta hjólandi í vinnuna þessa daga og margir eru virkir þátttakendur í heilsueflingarverkefninu Skagamenn umhverfis jörðina.