Fara í efni

Útskrift elstu barna

Útskrift elstu barna var í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Börnin buðu til skemmtunar í sal Grundaskóla en þau höfðu undirbúið atriði með kennurum sínum ; söng, dans og myndband þar sem þau sögðu í hverju þau væru góð, hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu stór, hvernig góður vinur er og ýmislegt annað hjartnæmt. Allir fengu svo útskriftarbókina sína og birkiplöntu og myndir frá leikskólaárum barnanna fá foreldrar síðan á lykil eða flakkara.Í Garðaseli beið síðan veisluborð frá foreldrum. Yndisdagur með yndisfólki