Þróunarverkefnið Farsæld barna - stuðningur við uppeldisfærni foreldra

Á vordögum var leitað eftir leikskólum sem höfðu áhuga á að taka þátt í þróunarverkefni sem heitir Farsæld barna - stuðningu við uppeldisfærni foreldra.  Verkefnið er á vegum Háskóla Íslands sem leiðir verkefnið.

Við í Garðaseli lýstum áhuga okkar á þátttöku og skráðum skólann í hópinn fyrir 1 -3 ára börn þar sem sá hópur er mjög fjölmennur hér þetta skólaár.

Markmið verkefnisins er að þróa markvissa fræðslu og ráðgjöf við foreldra um uppeldi barna. Tilgangur verkefnisins er að valdefla foreldra í sínu hlutverki og vinna þannig að snemmtækum stuðningi í grunnþjónustu barna og foreldra. Þannig er hægt að koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fyrirbyggja má með fræðslu og stuðningi. 

Tengiliðir Garðasels í verkefninu eru Ragnheiður Dagný Ragnarsdóttir, sérkennslustjóri og tengiliður í Farsældarteyminu og Kristín Releena Jónasdóttir, deildarstjóri. 

 Fyrsti fundur hópsins var í dag og því vegferðin að hefjast.