Sumarhátið - líf og fjör

Sumarhátíð var í Garðaseli í dag og var líf og fjör hjá okkur fyrir hádegi. Allir sem vildu fengu andlitsmálningu, farið var í skrúðgöngu og síðan kom Einar Mikael, töframaður, til okkar og sýndi töfrabrögð sem börnin kunna ávallt að meta. Fjölbreyttar stöðvar voru settar upp á leikskólalóðinni ( keila, karfa, hreyfibraut, trönumálning ) og svo voru grillaðar pyslur í hádeginu. Allir sáttir með daginn og ekki laust við að þreyta hafi gert vart við sig í lok dags. Hér er hægt að sjá stóra myndamöppu frá deginum.