Sóttvarnir og ábyrgð

Nú sem aldrei fyrr eru allir hvattir að huga vel að eigin sóttvörnum og sýna ríka ábyrgð í allri sinni umgengni. Handþvottur og spritt eru lykilorðin ásamt því að grímur eru orðnar skylda víðast hvar. Ábyrgð okkar er mikil og hver og einn skiptir máli sem hlekkur í þeirrri keðju sem nú þarf að halda á meðan þetta ástand gengur yfir. Leikskólinn takmarkar innkomu annarra en sem hér starfa fyrir utan að hingað koma þjónustuaðilar til að bjarga málum og sérfræðingar vegna sérstuðnings en þá er sérstaklega hugað að sótthreinsun þeirra svæða sem viðkomandi kemur inn á. Foreldrar skilja við börn sín í útihurð og birgjar leggja vörur inn í forstofu skólans. Okkur hefur í sameiningu tekist að halda úti skólastarfi og sýnt mikla samvinnu og þannig skulum við halda áfram.