Söngstund

Fimmtudaginn 4. júlí var haldin sameiginleg söngstund í Garðaseli. Tilefnið var að hittast og syngja saman en einnig að kveðja nokkra starfsmenn sem eru að fara á vit nýrra ævintýra. Hver deild sá um að velja nokkur lög og Karen okkar var svo væn að spila á gítarinn í seinasta skiptið. 

Við óskum Ásdísi, Hönnuh, Karen, Sæunni og Thelmu velfarnaðar og þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið.