Skráningardagar í leikskólum Akraneskaupstaðar

Eftir samtal leikskólastjórnenda með Skóla- og frístundaráði um áskoranir við framkvæmd styttingar vinnuvikunnar var ákveðið að fylgja fordæmi nokkurra sveitarfélaga og taka upp Skráningardaga í leikskólum sem eru ellefu talsins.

Í vetrarfríum grunnskóla ( 3 október og 2 febrúar ), í jólafríi grunnskóla ( 4 dagar )  og dymbilviku ( 3 dagar)  eru leikskólarnir lokaðir en foreldrar sem þurfa að nýta þessa daga fyrir börn sín skrá þá sérstaklega. Ef engin skráning berst er litið svo á að barnið sé í fríi þessa daga. Foreldrar geta valið að barnið sé fjarverandi alla þessa daga og fá þá desember-mánuð gjaldfrjálsan ( 20 dagar) . Foreldrar geta líka valið að barnið sé fjarverandi suma af þessum dögum og fá þá fellda niður. 

Foreldrar hafa fengið tölvupóst með slóð á sérstakt skráningarblað og þarf skráning að hafa skilað sér í lok 30. september. Skráningin er bindandi.

Þegar niðurstaða þessara skráninga liggur fyrir mun leikskólinn setja út áunna styttingu hjá starfsfólki skólans.