Skólastarf í nýjum sóttvarnarreglum

Við yfirferð á nýjum sóttvarnarreglum sem gilda til og með 15. apríl n.k. liggur fyrir að 

  • engar takmarkanir eru á dvöl barna í leikskólanum frá og með morgundeginum 7. apríl 
  • ef börn eru veik eða með einkenni hita, kvefs, hálsbólgu eða annars slappleika þá er gert ráð fyrir að þeim sé haldið heima þar til þau hressast. Foreldrar geta ávallt leitað til heilsugæslu eftir leiðbeiningum 
  • tekið verður á móti börnunum í forstofu deilda að morgni og skilað úti í lok dags eins og veður leyfir 
  • engin sjúkraþjálfun, talþjálfun eða önnur þjónusta sérfræðinga fer fram í skólanum á meðan þessar reglur gilda 
  • foreldrasamtöl fara fram rafrænt ( símtöl / TEAMS)
  • handþvottur og sprittun eru lykilatriði innan skólans sem er eitt sóttvarnarhólf sem bæði börn og starfsfólk má fara á milli 
  • persónulegar sóttvarnir hvers og eins eru lykilatriði í að allt gangi vel

Ef eitthvað er óljóst þá er um að gera að hafa samband við skólann og leita upplýsingar sem verða veittar eins og kostur er.