Gefin var út rauð veðurviðvörun á Akranesi frá klukkan 8:00 til 13:00 fimmtudaginn 6. febrúar. Leikskólinn er aðeins opinn fyrir þá sem þurfa vistun vegna vinnu sinnar og skráðu börnin sérstaklega í vistun í gærkvöldi. Ef veðurspár ganga eftir er stefnt að því að opna leikskólann klukkan 13 þegar veður hefur gengið yfir.