Þorrablót í Garðaseli

Í dag var þorrablótið þar sem boðið var upp á hefðbundinn þorramat, súran og nýjan. Hákarl, súrsaðir hrútspungar, súr sviðasulta, harðfiskur, hangikjöt, slátur og meðlæti - hlaðborð með ýmsum kræsingum. Sumir voru hugrakkir og smökkuðu ýmislegt, sem þeim fannst ekki gott en aðrir létu það eiga sig. Höfuðföt í tilefni dagsins settu svip á skólann í dag. Myndir