Opið hús í Garðaseli

Þriðjudaginn 21. júní gátum við loksins opnað leikskólann fyrir foreldrum með opnu húsi eftir hádegi. Börnin voru búin að leggja mikla vinnu í alls konar list og sköpun uppi á veggjum skólans og var mikill spenningur fyrir því að sýna foreldrum sínum uppáhalds leiksvæðin sín. 

Takk fyrir komuna kæru foreldrar, mikið var gaman að fá ykkur loksins í hús eftir síðastliðin tvö ár. 

Hér má sjá svipmyndir af deginum. 

Opið hús júní 2022