Nýr leikskólastjóri tekur við um áramótin

Um áramótin mun Ingunn Sveinsdóttir taka við stöðu skólastjóra í Garðaseli en þá lætur Ingunn Ríkharðsdóttir af störfum vegna aldurs.

Ingunn Sveinsdóttir hefur verið aðstoðarskólastjóri og sérkennslustjóri frá árinu 1999 og þekkir skólann og starfsemi hans því afar vel. Garðasel verður þvi í góðum höndum og óskum við Ingunni velfarnaðar í starfi.