Nýju deildirnar að klárast

Nú er allt að gerast á efri hæðinni og flutningur þangað fyrirhugaður í lok næstu viku.

Þá er allt húsnæði komið í notkun og Hóll og Vík munu færa sig upp.

Spennandi tímar og Víkarar að flytja í fjórða sinn á skólaárinu ; úr Garðaseli á Þekjuna, af Þekjunni í nýja Garðasel, af deildinni sinni í nýja Garðaseli yfir í Skálann og svo loksins á efri hæðina í elsta kjarnann. Bæði börn og starfsfólk hafa sýnt mikinn dugnað og þrautseigju í þessu ferðalagi vetrarins.