Nýjar sóttvarnarreglur frá og með 15. apríl

Nýjar sóttvarnareglur hafa verið gefnar út og taka gildi á miðnætti 15. apríl - sjá mynd hér til hliðar.

Breytingar í starfsemi leikskóla með nýjum reglum verða

  • 20 manns mega vera saman í rými 
  • 1 metra fjarlægðarmörk og ef þau nást ekki að þá er grímuskylda

Áfram eru foreldrar og aðrir gestir ekki að koma inn í skólann en starfsmenn skólaþjónustu mega koma inn og er þá grímuskylda og sótthreinsun ( talmeinafræðingur, sjúkraþjálfar, sálfræðingar og aðrir sérfræðingar ).

Fyrst um sinn verður áfram tekið á móti börnum í anddyrum deilda.