Niðurstöður foreldrakönnunar í júní

Í júní sendi leikskólinn rafræna könnun til foreldra þar sem leitað var eftir viðhorfi þeirra og ánægju með ýmsa þætti skólastarfsins. Könnuninni svöruðu 71 % foreldrar. Niðurstaðan er mjög góð fyrir leikskólann en um leið komu fram tillögur og athugasemdir um það sem mætti bæta eða betur fara. Sumt er á færi leikskólans að skoða og meta en annað er tengt rekstrarlegu umhverfi sem þarf að skoða á öðrum vettvangi.