Mikið um heimsóknir í Garðasel

Í dag tókum við á móti þremur leikskólum og starfsfólki þeirra. Mikill áhugi er á að koma og skoða nýja Garðasel og allir sem koma í skólann eru yfir sig hrifnir af rýminu, hljóðvistinni og lýsingu ásamt því hversu falleg byggingin er.

Í dag kom starfsfólk leikskólans Klettaborgar ( 23 starfsmenn ), Geislabaugur í Reykjavik ( 13 starfsmenn) og Hnoðraból í Borgarbyggð ( 11 starfsmenn ).

Allir fara heim með það veganesi að svona megi leikskólar líta úr og svona megi vinnuaðastæður og aðbúnaður barna og starfsfólks vera í leikskóla árið 2023. Við erum stolt af því að hafa rutt þessa braut og rofið það viðhorf að eitthvað sé nóg eða of mikið fyrir leikskóla.