Listsýning 2016 og 2017 barna á Vökudögum

Vökudagar og Barnamenningarhátíð á Akranesi eru dagana 28. október til og með 7. nóvember.

Börnin á Víkinni eru með listýninguna Ég og umhverfi mitt  á 1. hæð á Höfða ( dvalar- og hjúkrunarheimilinu). Listaverkin eru fjölbreytt og falleg og tengjast náttúrunni og börnunum sjálfum. 

Foreldrar og aðrir velunnarar eru velkomnir á sýninguna en beðnir að gæta að sóttvörnum í samræmi við það sem gildir á Höfða.

Föstudaginn 5. nóvember kl: 10.00 koma Íþróttaálfurinn og Solla stirða í heimsókn í Garðasel og er sú heimsókn hluti af Barnamenningarhátíðinni.