Líður að sumarfríi

Leikskólinn lokar vegna sumarleyfa kl: 14.00 föstudaginn 2. júlí. Þá kveðjum við elstu börnin okkar sem halda á vit nýrra ævintýra í grunnskólanum, vonandi vel nestuð frá Garðaseli. EIns og alltaf söknum við þeirra barna sem kveðja en fylgjumst með þeim takast á við nýjar áskoranir.

Í ágúst fögnum við svo nýjum nemendum sem koma í Garðasel - 3 börn fylgja Lónurum upp á Holtið og mæta þau sinn fyrsta dag mánudaginn 9. ágúst og  og síðan koma 15 ný börn inn á Lónið mánudaginn 16. ágúst.